þri 10.jan 2023
Ungur bakvörður Man City lánaður til Coventry (Staðfest)
Enska B-deildarfélagið Coventry City landaði í dag vinstri bakverðinum Josh Wilson-Esbrand á láni frá Manchester City.

Wilson-Esbrand er 20 ára gamall og uppalinn í West Ham, en hann kom til Man City fyrir fjórum árum.

Varnarmaðurinn hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, gegn FCK og Sevilla, en mun klára tímabilið hjá Coventry City á láni frá Man City.

Coventry er í 14. sæti B-deildarinnar sem stendur með 35 stig.