þri 10.jan 2023
Burn tók Fortnite-dansinn - „Síðast þegar ég gerði þetta skoraði ég ekki í tvö ár"
Dan Burn
Enski miðvörðurinn Dan Burn skoraði fyrsta mark sitt fyrir Newcastle United í 2-0 sigrinum á Leicester í enska deildabikarnum í kvöld en hann fagnaði á viðeigandi hátt.

Burn, sem er uppalinn stuðningsmaður Newcastle, kom til félagsins fyrir ári síðan en fyrsta markið kom ekki fyrr en í kvöld.

Hann spólaði sig í gegnum vörn Leicester áður en hann lagði boltann með hægri í fjærhornið.

Eftir leikinn tók hann dansinn fyrir liðsfélaga sína í klefanum og var þar vinsæll dans úr tölvuleiknum Fortnite fyrir valinu.

„Síðast þegar ég tók þennan dans skoraði ég ekki í tvö ár,“ sagði Burn í kjölfarið.