mið 11.jan 2023
Nökkvi áfram í Eyjum
Eyjamaðurinn Nökkvi Már Nökkvason hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Nökkvi sem er 22 ára varnarmaður hefur verið á mála hjá ÍBV síðan 2017 eftir að hafa farið í gegnum yngri flokka starfið hjá Stjörnunni. Hann á 26 leiki fyrir ÍBV í deild og bikar, spilaði fjóra leiki í Bestu deildinni síðasta sumar og 11 leiki í Lengjudeildinni er liðið fór upp 2021.

Samhliða því að hafa spilað með ÍBV síðustu ár hefur Nökkvi leikið í Bandaríkjunum með skólaliði Presbyterian College, þar sem hann hefur verið fyrirliði.

Komnir
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra

Farnir
Andri Rúnar Bjarnason
Atli Hrafn Andrason í HK
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito
Telmo Castanheira

Samningslausir
Breki Ómarsson
Sigurður Grétar Benónýsson
Jón Kristinn Elíasson