fim 12.jan 2023
Minningarmót Ragnars Margeirssonar
Ragnar Margeirsson er hann lék með Sturm Graz árið 1989
Hið árlega minningarmót um Keflvíkinginn Ragnar Margeirsson, sem lék m.a. með Keflavík, KR og Fram verður haldið í Reykjaneshöllinni laugardaginn 4. febrúar. Mótið er hefbundið knattspyrnumót eldri drengja með 6 leikmenn í liði á kvart velli. Skipt verður í riðla eftir aldri þátttökuliða, n.tt. 30 ára+ og 50 ára+.


Hefð hefur skapast fyrir því hjá vinum Ragga Margeirs að styrkja góð málefni tengd knattspyrnu með pening sem safnast af þáttöku í mótinu.

Þetta verður í sautjánda sinn sem komið er saman til að minnast Ragnars Margeirssonar sem lést langt fyrir aldur fram.

Mótið hefst kl. 15:30 og lýkur um kl. 18:00

- Leikið verður á 4 litlum völlum (50 x 32).
- Leikmannafjöldi: 6 í liði (5 útileikmenn og markvörður)
- Aldurstakmark er 30 ár
- Hámarksfjöldi liða í mótið eru 16 lið
- Þátttökugjald er að lágmarki 20.000 kr. á lið
- Staðfestingargjald (5000 kr. - sem dregst frá þátttökugjaldi) skal greitt eigi síðar en 28. janúar
- Þátttökugjald leggist inn á reikning: 0133-26-005194, kt. 701221-1250

Þátttökutilkynningar sendist á [email protected]

Að móti loknu verður verðlaunaafhending ásamt því sem boðið verður upp á léttar veitingar á Brons. Lokahófið hefst kl 19 og lýkur formlega kl 22 en fjörið heldur áfram fram á rauða nótt.

Þeir sem vilja styrkja málefnið geta gert það með því að leggja inná reikning nr. 0133-26-005194, kt. 701221-1250.


Með fótboltakveðju
Vinir Ragga Margeirs