mið 11.jan 2023
Aubameyang getur bara valið um eitt félag ef hann fer
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang er sagður vilja yfirgefa Chelsea í þessum mánuði en það er samband sem hefur ekki gengið upp.

Thomas Tuchel fékk Aubameyang til Chelsea frá Barcelona síðasta sumar. Aubameyang og Tuchel höfðu unnið saman áður og þekktust nokkuð vel.

En Tuchel var rekinn fljótlega eftir að Aubameyang kom til félagsins og hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá sóknarmanninum eftir það.

Hann er sagður spenntur fyrir því að yfirgefa félagið en hann getur ekki leikið með öðru liði á þessari leiktíð út af reglum FIFA. Því er aðeins einn möguleiki fyrir hann og það er Barcelona.

Samkvæmt Fabrizio Romano er Barcelona tilbúið að taka Aubameyang aftur en aðeins á frjálsri sölu. Og aðeins ef Memphis Depay yfirgefur félagið en hann hefur verið orðaður við Atletico Madrid.