fim 12.jan 2023
[email protected]
Íslenska karlalandsliðið mætir Svíþjóð á Algarve í dag
 |
Íslenska liðið spilar við Svíþjoð í dag |
Íslenska karlalandsliðið mætir Svíþjóð í vináttuleik á Algarve í Portúgal klukkan 18:00 í dag.
Landsliðið er skipað leikmönnum sem spila í deildum utan FIFA-gluggans en þetta er annar landsleikurinn í verkefninu.
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Eistland í fyrri leiknum en fjórir leikmenn yfirgáfu hópinn eftir þann leik. Guðlaugur Victor Pálsson er meiddur og þá var það fyrirfram ákveðið að Arnór Ingvi Traustason, Nökkvi Þeyr Þórisson og Andri Lucas Guðjohnsen myndu ekki spila síðari leikinn.
Leikurinn hefst klukkan 18:00, verður í beinni textalýsingu Fótbolta.net og sýndur í beinni útsendingu á Viaplay.
Leikur dagsins: 18:00 Svíþjóð-Ísland (Estadio Algarve)
|