mið 11.jan 2023
Sjáðu mörkin: Southampton tveimur yfir gegn Man City - Stórbrotið mark Djenepo
Moussa Djenepo fagnar marki sínu
Southampton er komið í 2-0 forystu á móti Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins.

Sekou Mara skoraði fyrra mark Southampton á 22. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf Lyanco.

Mara stakk sér fram fyrir Kyle Walker áður en hann lagði boltann í hægra hornið. Kalvin Phillips var þá á skokkinu en þeir báðir hefðu eflaust getað komið í veg fyrir markið.

Moussa Djenepo gerði annað markið en það var af dýrari gerðinni. Hann fékk boltann af 30 metrunum og setti hann efst í hægra hornið og yfir Stefan Ortega sem stóð of framarlega.

Hægt er að sjá mörkin hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Mara
Sjáðu stórkostlegt mark Djenepo