mið 11.jan 2023
[email protected]
Dregið í undanúrslit deildabikarsins - Man Utd mætir Forest
 |
Man Utd mætir Nottingham Forest |
Dregið var í undanúrslit enska deildabikarsins nú rétt í þessu en Manchester United mun mæta Nottingham Forest.
Man Utd vann Aston Villa, Burnley og Charlton á leið sinni í undanúrslitin á meðan Forest vann Grimsby, Tottenham, Blackburn og Wolves.
Liðin mætast tvisvar í undanúrslitum en fyrri leikurinn er á City Ground, heimavelli Forest. Liðin mætast eftir tvær vikur þann 24. eða 25. janúar og svo fer síðari leikurinn fram á Old Trafford viku síðar.
Newcastle United mætir Southampton. Newcastle vann Tranmere, Crystal Palace, Bournemouth og Leicester á leið sinni í undanúrslitin en Southampton lagði Cambridge, Sheffield Wednesday, Lincoln City og Manchester City.
Fyrri leikurinn er spilaður á St. Mary's og sá síðari á St. James' Park.
Undanúrslitin: Nottingham Forest - Manchester United
Southampton - Newcastle United
|