fös 13.jan 2023
[email protected]
Bríet Elvan í Fram (Staðfest)
Fram tilkynnti á miðvikudagskvöld að Bríet Elvan Sæbjörnsdóttir væri gengin í raðir félagsins.
Í tilkynningunni kemur fram að Bríet sé ungur og virkilega efnilegur sóknarmaður. Hún er alin upp í Ólafsvík og hefur spilað með Snæfellsnesi í yngri flokkum.
„Þrátt fyrir að vera aðeins á 17. ári (fædd 2006) hefur hún strax látið til sín taka á æfingum og í æfingaleikjum með Fram," segir í tilkynningunni.
„Við höfum fulla trú á að Bríet muni halda áfram að vaxa og dafna í góðu umhverfi í dal draumanna og verði lykilleikmaður Fram á næstu árum. Við óskum henni innilega til hamingju með sinn fyrsta meistaraflokkssamning og bjóðum hana velkomna í Úlfarsárdalinn. FRAMtíðin er sannarlega björt." Fram verður í Lengjudeildinni á komandi tímabili eftir að hafa endað í efsta sæti 2. deildar síðasta sumar.
|