fim 12.jan 2023
Samþykkja það að félagið borgaði alltof mikið fyrir Antony
Antony.
Brasilíski kantmaðurinn Antony varð fjórði dýrasti leikmaður í sögu Manchester United er félagið keypti hann frá Ajax síðasta sumar. United borgaði alls 85 milljónir punda til þess að krækja í leikmanninn.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, lagði mikla áherslu á það að fá Antony síðasta sumar en þeir unnu saman hjá Ajax.

Það er ekki hægt að segja að Antony sé búinn að slá í gegn hjá United til þessa og samkvæmt frétt ESPN þá eru þau sem stjórna hjá félaginu búin að samþykkja það að félagið hafi eytt alltof miklum fjárhæðum í leikmanninn.

Leikmaðurinn var upphaflega metinn á 53 milljónir punda en Man Utd eltist við hann allt sumarið og hækkaði hollenska félagið verðmiðann eftir því sem leið á. Félagið vildi ekki missa hann en gat ekki hafnað tilboðinu frá Man Utd.

United hefur enn trú á því að Antony geti gert góða hluti en félagið veit að það borgaði alltof mikið.