fim 12.jan 2023
Þóroddur Hjaltalín fastráðinn í dómaramál hjá KSÍ
Þóroddur Hjaltalín, fyrrum dómari, hefur verið fastráðinn hjá KSÍ og hefur þegar hafið störf.

Þóroddur var ráðinn í tímabundið starf hjá sambandinu á síðasta ári en er nú ráðinn til frambúðar.

Á meðal verkefna hans, samkvæmt heimasíðu KSÍ, má nefna stefnumótun í dómaramálum, fræðslu- og útbreiðslustarf og fjölgun dómara og þar á meðal sérátak í fjölgun kvenkyns dómara, auk annarra verkefna.

Þóroddur á að baki langan feril sem fótboltadómari og eftirlitsmaður, á innlendum jafnt sem alþjóðlegum vettvangi, auk þess að hafa setið í stjórn KSÍ og gegnt formennsku í dómaranefnd.