fim 12.jan 2023
Unglingalandsliðsmaður semur við Breiðablik
Breiðablik tilkynnti í dag að unglingalandsliðsmaðurinn Hilmar Karlsson væri búinn að skrifa undir samning við félagið.

Hilmar er sextán ára og var fastamaður í U16 og U17 ára landsliðum Íslands á síðasta ári.

Hann var aðalmarkvörður 3. flokks Breiðabliks síðasta sumar og hefur nú skrifað undir sinn fyrsta samning við Breiðablik.

„Hilmar hefur tvívegis farið á reynslu hjá danska félaginu Midtjylland og erum við Blikar spennt að sjá hann í rammanum í Kópavogi áfram!" segir í tilkynningu Breiðabliks.