fös 13.jan 2023
[email protected]
Íhugar að snúa aftur til Brasilíu
 |
Lucas Moura |
Brasilíski hægri kantmaðurinn Lucas Moura mun klára samning sinn hjá Tottenham og leita á önnur mið eftir þetta tímabil en hann gæti snúið aftur til Sao Paulo.
Moura hefur spilað í Evrópu í tíu ár en hann kom til Paris Saint-Germain frá Sao Paulo árið 2013 fyrir 45 milljónir evra.
Leikmaðurinn spilaði við góðan orðstír í fimm ár hjá franska liðinu og var með fyrstu stórkaupum nýrra eigenda.
Moura, sem er þrítugur, hefur verið á mála hjá Tottenham síðustu fimm ár en þó lítið fengið að spila undir stjórn Antonio Conte.
Samningur hans við Lundúnarliðið rennur út í sumar og er ekki á döfinni að framlengja þann samning. Goal hefur heimildir fyrir því að Moura sé að íhuga það að ganga til liðs við uppeldisfélagið, Sao Paulo, í sumar.
Félög í stærstu deildum Evrópu eru einnig áhugasöm um Moura sem ætlar ekki að flýta sér að taka ákvörðun og einbeitir sér nú að því að snúa til baka eftir erfið meiðsli í kálfa.
|