fim 12.jan 2023
Sjáðu markið: Vandræði Chelsea halda áfram
Willian, sem spilaði með Chelsea, sýndi stuðningsmönnum liðsins virðingu og sleppti því að fagna markinu
Vandræði Chelsea á tímabilinu halda áfram en liðið er að tapa, 1-0, fyrir Fulham í hálfleik á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni.

Liðin skiptust á færum í byrjun leiksins. Joao Felix, sem er að byrja sinn fyrsta leik með Chelsea, hefur sýnt skemmtilega takta, en það er Fulham sem leiðir.

Willian skoraði eina mark hálfleiksins en hann fékk boltann vinstra megin í teignum, færði boltann á hægri fótinn og lét vaða. Óheppilegt fyrir Trevoh Chalobah sem fékk boltann í sig og í netið.

Bobby Reid átti þá skot í þverslá stuttu áður fyrir Fulham.

Hægt er að sjá markið hjá Willian hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Willian