fös 13.jan 2023
Kópavogsslagurinn færður inn í Kórinn
Kópavogsliðin Breiðablik og HK mætast í Þungavigarbikarnum, nýja undirbúningsmótinu, á morgun en búið er að færa leikinn inn í Kórinn og hefst hann kukkan 11:30.

Spáð er nístingskulda um helgina en leikurinn átti upphaflega að fara fram á Kópavogsvelli.

Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari eins og lesendur vita en HK-ingar komust upp úr Lengjudeildinni á síðasta tímabili og mætast liðin því í Bestu deildinni á komandi tímabili.

Það er nóg um að vera á íslenska undirbúningstímabilinu um helgina en hér má sjá leiki helgarinnar.