fös 13.jan 2023
Axel Freyr að ganga í raðir Fjölnis
Axel Freyr Harðarson er að ganga í raðir Fjölnis samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Axel er samningsbundinn Kórdrengjum en er á leið í Grafarvoginn.

Að minnsta kosti átta félög höfðu áhuga á því að fá Axel í sínar raðir en hann úr varð að hann gengur í raðir Fjölnis.

Þrjú félög úr Bestu deildinni höfðu áhuga á Axel, það voru HK, Fylkir og ÍBV. Axel verður hins vegar áfram í Lengjudeildinni og mun reyna hjálpa Fjölni að vinna sér sæti í Bestu deildinni að ári.

Axel er 23 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki og Fram en hefur einnig leikið með Gróttu og Víkingi á sínum ferli.

Hann gekk í raðir Kórdrengja í upphafi sumargluggans á síðasta ári, lék þrettán leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim fimm mörk.