sun 15.jan 2023
[email protected]
Sjáðu stórkostlegt mark Ödegaard - „Hlýtur að vera geimvera"
 |
Arsenal er 2-0 yfir gegn Tottenham í hálfleik |
Norski fyrirliðinn Martin Ödegaard var að koma Arsenal í 2-0 gegn Tottenham á Tottenham Hotspur-leikvanginum í Lundúnum, en markið var stórglæsilegt.
Arsenal komst yfir eftir mistök Hugo Lloris á 18. mínútu en Frakkinn átti engan möguleika í að koma í veg fyrir annað markið.
Ödegaard fékk boltann fyrir utan teiginn og skaut föstu skoti meðfram grasinu og í hægra hornið.
Stórbrotið mark hjá Norðmanninum sem má sjá hér fyrir neðan.
|