mán 16.jan 2023
Æfingaleikir: Árbæingar unnu Víking Ó - Afturelding skellti Njarðvík
Árbæingar unnu Víking Ó.
Árbær, sem tryggði sér sæti í 3. deild í fyrstu tilraun, vann Víking Ólafsvík 4-2 í æfingaleik sem liðin spiluðu í gær. Afturelding skellti þá Njarðvík, 4-1.

Árbæingar gerðu frábærlega í 4. deildinni á síðasta ári og komust í úrslitaleikinn gegn Einherja.

Liðið er að undirbúa sig fyrir átökin í 3. deildinni og virðist það ganga ágætlega en liðið vann góðan 4-2 sigur á Ólafsvíkingum í gær.

Andi Morina, Elmar Logi Þrándarson, Eyþór Ólafsson og Hreiðar Henning Guðmundsson skoruðu mörk Árbæinga.

Afturelding vann þá Njarðvík 4-1 í Malbikstöðinni við Varmá í gær.

Heimamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik áður en Njarðvík minnkaði muninn. Andri Freyr Jónasson gulltryggði síðan sigurinn eftir hornspyrnu.

Úrslit úr æfingaleikjum:

Afturelding 4 - 1 Njarðvík
Mörk Aftureldingar: Elmar Kári Enesson Cogic, Hrafn Guðmundsson, Sævar Atli Hugason, Andri Freyr Jónasson.

Árbær 4 - 2 Víkingur Ó.
Mörk Árbæinga: Andi Morina, Elmar Logi Þrándarson, Eyþór Ólafsson og Hreiðar Henning Guðmundsson.