mán 16.jan 2023
Joao Gomes á leið í læknisskoðun hjá Wolves
Brasilíski miðjumaðurinn Joao Gomes er á leið til Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Wolves náði samkomulagi við Flamengo um kaupverð á Gomes á dögunum og greiðir félagið um 15 milljónir punda.

Gomes, sem er 21 árs gamall, er nú mættur til Englands þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun áður en hann gengur frá félagaskiptum sínum.

Hann verður þriðji leikmaðurinn sem Wolves fær í glugganum á eftir Matheus Cunha og Mario Lemina.

Pablo Sarabia er þá á leiðinni frá Paris Saint-Germain en hann mun ganga í raðir félagsins síðar í vikunni.