mið 18.jan 2023
Antonio: Væri heimskulegt að reka Klopp

Michail Antonio leikmaður West Ham segir það heimskuleg hugmynd að reka Jurgen Klopp stjóra Liverpool.Antonio heldur úti hlaðvarpsþættinum Footballers foottball Podcast með Callum Wilson framherja Newcastle en það kom upp umræða hjá þeim hvort það ætti að reka Klopp.

Liverpool hefur verið langt frá sínu besta á þessari leiktíð og einhverjir velt því fyrir sér hvort Klopp sé kominn á endastöð með liðið.

„Vá það er fáránlegt. Það er ekki hægt, það er hallærislegt," sagði Antonio.

„Það væri heimskulegt að reka hann. Hann hefur unnið úrvalsdeildina með Liverpool, það hafa margir stjórar verið þarna og ekki unnið hana."