fös 20.jan 2023
Þýskaland um helgina - Risaleikur í Leipzig
Leipzig mætir Bayern
Heil umferð fer fram í þýsku deildinni um helgina og er stærsti leikurinn í kvöld er RB Leipzig mætir Bayern München.

Leipzig er í 3. sæti deildarinnar með 28 stig en Bayern í efsta sætinu með 34 stig.

Liðin mætast í kvöld klukkan 19:30.

Borussia Dortmund spilar við Augsburg á sunnudag klukkan 14:30 en Dortmund er þessa stundina í 6. sæti.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
19:30 RB Leipzig - Bayern

Laugardagur:
14:30 Union Berlin - Hoffenheim
14:30 Eintracht Frankfurt - Schalke 04
14:30 Wolfsburg - Freiburg
14:30 Stuttgart - Mainz
14:30 Bochum - Hertha
17:30 Köln - Werder

Sunnudagur:
14:30 Dortmund - Augsburg
16:30 Gladbach - Leverkusen