fim 19.jan 2023
Reykjavíkurmót kvenna: Fylkir valtaði yfir Fram
Sara Dögg Ásþórsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Fylkis
Fram 0 - 8 Fylkir
0-1 Sara Dögg Ásþórsdóttir ('11 )
0-2 Sara Dögg Ásþórsdóttir ('23 )
0-3 Tijana Krstic ('26 )
0-4 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('37 )
0-5 Erna Sólveig Sverrisdóttir ('39 )
0-6 Helga Valtýsdóttir Thors ('43 )
0-7 Karólína Jack ('81 )
0-8 Tinna Harðardóttir ('90 )

Fylkir gjörsamlega valtaði yfir Fram, 8-0, er liðin mættust í A-riðli Reykjavíkurmóts kvenna á Framvellinum í kvöld. Þetta var annar sigur Fylkis í mótinu.

Fylkisstelpur skoruðu sex mörk í fyrri hálfleiknum. Sara Dögg Ásþórsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og þá komust þær Tijana Krstic, Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Erna Sólveig Sverrisdóttir og Helga Valtýsdóttir Thors einnig á blað áður en flautað var til hálfleiks.

Karólína Jack og Tinna Harðardóttir bættu svo við tveimur á síðustu tíu mínútunum og 8-0 sigur Fylkis staðreynd.

Fylkis er með 6 stig á toppnum en Fram er án stiga.