fös 20.jan 2023
West Ham samþykkir að selja Dawson til Úlfanna
West Ham hefur samþykkt að selja Craig Dawson til Wolves fyrir 3,3 milljónir punda. Félagið ætlar þó ekki að hleypa honum í burtu fyrr en í næstu viku.

Það fór í taugarnar á David Moyes þegar Úlfarnir gerðu tilboð í Dawson fyrir mikilvægan sex stiga fallbaráttuslag milli liðanna síðasta laugardag. Úlfarnir unnu 1-0 og Hamrarnir eru í fallsæti.

West Ham hefur nú samþykkt tilboðið þrátt fyrir að Dawson byrjaði sex úrvalsdeildarleiki í röð áður en leikið var gegn Wolves.

Dawson sem er 32 ára hefur verið hjá West Ham síðan hann kom frá Watfod 2021. Hann hefur spilað þrettán leiki í heildina á þessu tímabili.

Dawson er upprunalega frá norð-vesturhluta Englands og hefur horft til þess í nokkurn tíma að yfirgefa West Ham til að komast nær fjölskyldu sinni.

West Ham á annan fallbaráttuslag um helgina, gegn Everton á morgun, en Úlfarnir ferðast til Manchester City á sunnudag.