fös 20.jan 2023
[email protected]
Skriniar skoðar möguleika sína - Skrifar ekki undir núna
 |
Skriniar er 27 ára. |
Ítalskir fjölmiðlar segja að varnarmaðurinn Milan Skriniar hafi tilkynnt Inter að hann muni ekki skrifa undir nýtt samningstilboð félagsins á þessum tímapunkti.
Skriniar verður samningslaus í sumar og vill skoða möguleika sína áður en hann tekur ákvörðun.
Hann hefur verið sterklega orðaður við Paris Saint-Germain sem hefur boðið honum talsvert hærri laun en Inter. Þá hefur einnig verið talað um áhuga Tottenham, Chelsea og fleiri enskra úrvalsdeildarfélaga.
Inter hafnaði tilboðum frá PSG í Skriniar síðasta sumar og vonaðist til að Slóvakinn myndi skrifa undir framlengingu á samningi sínum.
Skriniar er 27 ára og útilokar ekki að vera áfram hjá Inter eftir sumarið, en hann vill fyrst leggjast undir feld og sjá hvað honum býðst.
|