fös 20.jan 2023
[email protected]
Davíð Júlían æfði hjá NEC til reynslu
 |
Davíð Júlían Jónsson. |
Davíð Júlían Jónsson, 18 ára miðjumaður Leiknis í Breiðholti, æfði fyrr í þessum mánuði hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen.
Davíð steig upp sem einn af björtu punktum Leiknis seinni helmings tímabilsins í Bestu deildinni í fyrra. Hann var tvívegis valinn í úrvalslið umferðarinnar.
Hann hafði fyrir þann tíma verði á láni hjá Þrótti Vogum fyrri part sumars án þess að fá mörg tækifæri. Davíð var fyrirliði 2. flokks Leiknis áður en hann steig endanlega upp í meistaraflokk í fyrra.
„Davíð er virkilega spennandi Leiknismaður og það verður gaman að fylgjast með honum á næstunni, hvort sem hann ílengist erlendis eða leggi sín lóð á vogarskálarnar fyrir Stoltið í sumar," segir á heimasíðu Leiknis.
Meðal leikmanna NEC er Andri Fannar Baldursson sem er hjá félaginu á láni frá Bologna.
|