fös 20.jan 2023
Reus orðaður við Man Utd
Marco Reus er 33 ára.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er sagður hafa átt leynifund með umboðsmanni Marco Reus um síðustu helgi.

Umboðsmaðurinn var á leiknum á laugardaginn gegn Borussia Dortmund en samningur Reus við Dortmund rennur út í sumar.

Þó Reus, sem er 33 ára, myndi ekki kosta United neitt í kaupfé er talið að hann sé núna með yfir 200 þúsund pund í vikulaun.

Erik ten Hag hefur verið að setja sitt handbragð á United hópinn og spilamennska liðsins hefur orðið betri.

Reus getur leyst allar sóknarstöðurnar og myndi auka möguleika United.

Ljóst er að Reus mun hafa úr nokkrum bitastæðum möguleikum að velja og þá er ekki útilokað að hann framlengi við Dortmund.