fös 20.jan 2023
Framlengir um eitt ár hjá Palace (Staðfest)
Spænski markvörðurinn Vicente Guaita mun spila með Crystal Palace út næsta tímabil en hann skrifaði undir eins árs framlengingu á samningi sínum í dag.

Guaita kom til Palace frá Getafe árið 2018 og hefur verið markvörður númer eitt síðan.

Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Palace fyrir tímabilið 2020-2021.

Þá var hann verðlaunaður með tveggja ára samning en sá samningur átti að renna út í sumar.

Í dag framlengdi hann svo samning sinn við félagið út næstu leiktíð en Palace tilkynnti það á heimasíðu sinni.

Guaita hefur fjórum sinnum haldið hreinu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og fengið á sig 27 mörk.