fös 20.jan 2023
Leicester kaupir Kristiansen frá FCK (Staðfest)
Victor Kristiansen í leik með FCK gegn Manchester City
Leicester City hefur gengið frá kaupum á danska varnarmanninum Victor Kristiansen frá danska meistaraliðinu FCK. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FCK.

Kristiansen er tvítugur vinstri bakvörður sem hefur spilað með aðalliði FCK síðustu þrjú ár.

Hann var lykilmaður er FCK varð meistari á síðustu leiktíð og hlaut verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína.

Leicester City hefur nú gengið frá kaupum á Kristiansen en hann kostar félagið rúmar 12 milljónir punda eða 100 milljónir danskra króna. Kaupverðið var staðfest á heimasíðu FCK í dag.

Þetta eru fyrstu kaup Leicester í janúarglugganum.