fös 20.jan 2023
Arsenal reynir að fá Camavinga á láni
Eduardo Camavinga til Arsenal?
Topplið Arsenal ætlar að reyna við Eduardo Camavinga, miðjumann Real Madrid, en þetta kemur fram í grein Evening Standard.

Camavinga var keyptur til Real Madrid fyrir tveimur árum frá Rennes fyrir um 30 milljónir punda.

Hann hefur aðeins fengið að byrja fimm deildarleiki á þessu tímabili og það gegn minni liðum deildarinnar en hann er sagður óánægður hjá félaginu.

Arsenal er nú að undirbúa óvænt tilboð í franska miðjumanninn en félagið mun óska eftir því að fá hann á láni út tímabilið.

Félagið gekk frá kaupum á Leandro Trossard frá Brighton í dag og þá er Jakub Kiwior, varnarmaður Spezia, á leið til félagsins fyrir 20 milljónir punda.

Arsenal er í góðum séns á að vinna fyrsta deildarititlinn síðan 2004 en það er nú með fimm stiga forystu á toppnum og á leik inni á Manchester City, sem situr í öðru sæti.