fös 20.jan 2023
Þýskaland: Hnífjafnt í stórleik helgarinnar
Eric Maxim Choup-Moting skoraði mark Bayern
RB Leipzig 1 - 1 Bayern
0-1 Eric Choupo-Moting ('37 )
1-1 Marcel Halstenberg ('52 )

RB Leipzig og Bayern München gerðu 1-1 jafntefli í þýsku deildinni í kvöld.

Bayern fagnaði innilega á 30. mínútu er Leon Goretzka koma boltanum yfir línuna en sá fögnuður entist ekki lengi því markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Eric Coupo-Moting skoraði á 37. mínútu og í þetta sinn var það gilt og Bayern með forystu í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varnarmaðurinn Marcel Halstenberg fyrir Leipzig eftir hornspyrnu.

Bæði lið reyndu að sækja til sigurs undir lokin en þurftu að sættast á að deila stigunum. Bayern er á toppnum með 35 stig en Leipzig í 3. sæti með 29 stig.