fös 20.jan 2023
Championship: Fimm sigrar í röð hjá Burnley
Topplið Burnley vann fimmta leik sinn í röð í ensku B-deildinni er liðið kom til baka gegn WBA og vann 2-1.

Darnell Furlong kom gestunum í WBA á bragðið á 7. mínútu og stóðu leikar þannig í hálfleik.

Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum jafnaði Nathan Tella metin áður en varamaðurinn Scott Twine gerði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Fimmti sigur Burnley í röð og liðið nú með 62 stig. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Burnley í dag.

Sheffield United, reynir að halda í við Burnley en liðið vann 1-0 sigur á Hull City. Benjamin Tetteh fékk að líta rauða spjaldið í liði Hull þegar sex mínútur voru eftir.

Úrslit og markaskorarar:

Burnley 2 - 1 West Brom
0-1 Darnell Furlong ('7 )
1-1 Nathan Tella ('75 )
2-1 Scott Twine ('87 )

Sheffield Utd 1 - 0 Hull City
1-0 Daniel Jebbison ('4 )
Rautt spjald: Benjamin Tetteh, Hull City ('84)