lau 21.jan 2023
Klopp stýrir sínum þúsundasta leik: Skeggið orðið mjög grátt!

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er nú að stýra sínum þúsundasta leik á ferlinum. 



Liverpool og Chelsea eru að spila á Anfield sem stendur en Klopp var spurður út í þetta afrek hans í viðtali fyrir leikinn.

„Þetta er risa stórt. Ég hef verið hjá þremur frábærum félögum, félög sem hafa gefið mér tækifæri til að sinna mínu starfi," sagði Klopp.

„Ég hugsa til þess. Þetta er klikkuð tala...þúsund! Skeggið er orðið mjög grátt! Það var ekki svoleiðis þegar ég kom hingað..." sagði Klopp léttur.

„Ég er ekki viss um hvort að skeggið sé svona grátt útaf aldrinum mínum eða útaf Liverpool."

Leikurinn í dag er mikilvægur fyrir bæði lið en þau hafa verið í miklu brasi á þessari leiktíð.