sun 22.jan 2023
Ítalía í dag - Erfið brekka fyrir Juventus
Moise Kean verður í eldlínunni hjá Juventus
Juventus mætir funheitu liði Atalanta á Allianz-leikvanginum í Seríu A í dag.

Juventus er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig eftir að fimmtán stig voru dregin af liðinu vegna fjársvika.

Liðið var í þriðja sætinu og í baráttu um titilinn en nú er erfið brekka framundan að ná Meistaradeildarsæti. Liðið er nú tólf stigum frá fjórða sætinu og fær það erfiða verkefna að mæta Atalanta sem hefur verið að spila vel að undanförnu.

Roma heimsækir Spezia klukkan 17:00.

Leikir dagsins:
11:30 Sampdoria - Udinese
14:00 Monza - Sassuolo
17:00 Spezia - Roma
19:45 Juventus - Atalanta