lau 21.jan 2023
Arnar Daníel frá Breiðabliki í Gróttu (Staðfest)

Arnar Daníel Aðalsteinsson hefur gengið til liðs við Gróttu frá Breiðablik en leikmaðurinn var á láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.



Arnar, sem er uppalinn hjá Breiðablik, spilaði 23 leiki fyrir Gróttu á síðustu leiktíð og þá á hann að baki leiki með U19 ára landsliði Íslands.

Arnar er varnarmaður sem er fæddur árið 2004 en hann hefur skorað eitt meistaraflokksmark í 31 leik.

Tilkynningu frá Gróttu má sjá hér fyrir neðan.