lau 21.jan 2023
Reykjavíkurmótið: KR með góðan sigur á Víkingi
Sigurður skoraði í dag.

Víkingur 0-2 KR
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('14)
0-2 Rúrik Gunnarsson ('58)KR og Víkingur áttust við í A-riðli í Reykjavíkurmótinu í dag en spilað var á Víkingsvelli.

Sigurður Hallur Bjartsson kom KR-ingum yfir í fyrri hálfleik og það var síðan hinn ungi Rúrik Gunnarsson sem tryggði sigurinn í síðari hálfleiknum.

Rúrik kom inn á sem varamaður í leiknum en hann er fæddur árið 2005.

KR tapaði sínum fyrsta leik á mótinu gegn Fylki svo liðið er nú með þrjú stig eftir tvo leiki.

Víkingur er líka með þrjú stig en liðið vann ÍR í fyrsta leik sínum.