lau 21.jan 2023
Reykjavíkurmót kvenna: Annar stórsigur Þróttar
Ólöf Sigríður er komin með sex mörk í mótinu
Þróttur R. 6 - 0 KR
1-0 Katla Tryggvadóttir ('5 )
2-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('18 )
3-0 Katla Tryggvadóttir ('22 )
4-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('26 )
5-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('33 )
6-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('90 , Mark úr víti)

Þróttur er á toppnum í B-riðli Reykjavíkurmótsins með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina eftir að hafa unnið 6-0 stórsigur á KR í Egilshöllinni í dag.

Reykjavíkurmeistararnir unnu sjö marka sigur í síðasta leik gegn ÍR og fylgdi því á eftir með að kjöldraga KR-inga.

Katla Tryggvadóttir, Freyja Karín Þorvarðardóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoruðu mörk Þróttara. Katla og Freyja skoruðu báðar tvö í fyrri hálfleik en Ólöf Sigríður eitt. Ólöf skoraði síðan annað mark sitt undir lok leiksins úr vítaspyrnu.

Ólöf er með sex mörk í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Þróttur þarf aðeins stig gegn Fjölni í lokaleiknum til að komast í úrslitaleikinn.