sun 22.jan 2023
Guardiola: Þetta er það sem við verðum að gera
Pep Guardiola
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að ef hann nær ekki lengur til leikmanna liðsins þá neyðist hann til að segja starfi sínu lausu.

Spænska stjórinn hefur verið ósáttur við frammistöðu liðsins í síðustu leikjum.

Man City tapaði nágrannaslagnum við Man Utd á dögunum og þá lenti liðið tveimur mörkum undir gegn Tottenham í síðasta leik en náði að snúa leiknum sér í hag í þeim síðari.

Guardiola hefur gagnrýnt bæði leikmenn og stuðningsmenn félagsins en hann segir að of mikill árangur getur haft þessi áhrif.

„Ég vann fjóra deildaritla í röð á Spáni og það var ekki sama tilfinning að elta fimmta. Ég var ekki nógu hungraður og þetta var hreinlega of mikill kavíar. Real Madrid vann deildina það árið,“ sagði Guardiola.

„Ég skil hvernig leikmönnunum líður en ég er hér til að koma í veg fyrir þetta. Stjórnarformaðurinn veit það vel og ég vil vera hér, annars hefði ég ekki framlengt samning minn, en ef ég tapa áhuga liðsins þá get ég ekki verið hér.“

„Félagið verður að halda áfram. Þessi mörk sem við höfum gefið eins og annað markið gegn Manchester United er ekki ásættanlegt og stuðningsmennirnir okkar vilja oftar fá að sjá síðari hálfleik eins og sá sem við spiluðum gegn Tottenham. Þetta er það sem við verðum að gera,“
sagði hann ennfremur.