sun 22.jan 2023
[email protected]
Championship: Diallo tryggði sigur á Middlesbrough
Sunderland 2 - 0 Middlesbrough 1-0 Ross Stewart ('51 )
2-0 Amad Diallo ('81 )
Rautt spjald: Dael Fry, Middlesbrough ('49)
Sunderland lagði Middlesbrough að velli, 2-0, í ensku B-deildinni í dag en spilað var á leikvangi ljóssins.
Middlesbrough spilaði manni færri frá 49. mínútu eftir að Dael Fry fékk rauða spjaldið fyrir brot inn í vítateig.
Ross Stewart fór á punktinn en Zack Steffen varði vítið út í teig og gat því Steward bætt upp fyrir klúðrið og stýrt boltanum í netið.
Amad Diallo, sem er á láni frá Manchester United, skoraði síðan sjöunda deildarmark sitt fyrir Sunderland þegar níu mínútur voru eftir og lokatölur 2-0.
Sunderland er í 9. sæti með 41 stig en Middlesbrough í 6. sæti með 42 stig.
|