þri 24.jan 2023
Danny Ings strax kominn á meiðslalista West Ham
Danny Ings lék sinn fyrsta leik fyrir West Ham um síðustu helgi, gegn Everton.
Danny Ings verður frá í einhvern tíma vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í sínum fyrsta leik með West Ham.

Hamrarnir keyptu Ings á 12 milljónir punda í síðustu viku en hann spilar ekki næstu vikurnar.

Ings meiddist í sigrinum gegn Everton og verður ekki með gegn Derby í FA-bikarnum á mánudag. Þá er búist við því að hann missi af úrvalsdeildarleikjum gegn Newcastle og Chelsea í febrúar.

Samkvæmt fréttum vonast West Ham til þess að markaskorarinn þrítugi verði mættur aftur í slaginn til að leika gegn Tottenham þann 19. febrúar.

Ings kom inn gegn varamaður gegn Everton en varð fyrir tæklingu undir lok leiksins. West Ham er í harðri fallbaráttu í deildinni.