þri 24.jan 2023
Segir Orlando greiða tæplega 30 milljónir fyrir Dag

Dagur Dan Þórhallsson er að ganga til liðs við Orlando City frá Breiðablik.



Þessi félagsskipti hafa vakið mikla athygli en félagsskiptagúrúinn Fabrizio Romano greindi frá þessum skiptum í gær og sagði þá að Orlando færi að staðfesta þetta fljótlega.

Kristján Óli Sigurðsson greindi frá því á Twitter í kvöld að kaupverðið sé 200 þúsund dollarar sem er andvirði 28.9 milljónum íslenskra króna.

Þá fari 20% af því til Mjölndalen í Noregi en Dagur lék þar frá 2019-2021.

Dagur er uppalinn hjá Fylki en hefur einnig leikið með Haukum, Keflavík og auðvitað Breiðablik hér á landi.

Sjá einnig:
Fabrizio Romano tístir um kaup Orlando á Degi