þri 24.jan 2023
[email protected]
Þýskaland: Kimmich bjargaði stigi með stórbrotnu marki
Bayern Munchen missteig sig annan leikinn í röð en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum eftir HM.
Liðið gerði 1-1 jafntefli gegn RB Leipzig um helgina og það sama var upp á teningnum þegar liðið mætti Köln í kvöld. Ellyes Skhiri kom Köln yfir snemma leiks og það stefndi í sigur Köln en Joshua Kimmich bjargaði stigi fyrir Bayern með stórkostlegu marki. Hann tók skotið vel fyrir utan vítateig og boltinn endaði á þvi að fara í slána og inn. RB Leipzig er í 2. sæti deildarinnar á eftir Bayern og náði að minnka forskot liðsins niður í fjögur stig þegar liðið valtaði yfir Schalke í kvöld. Staðan var 4-0 í hálfleik en Soichiro Kozuki klóraði í bakkann fyrir Schalke snemma í síðari hálfleik. Leikmenn Leipzig höfðu ekki sagt sitt síðasta en Dani Olmo og Yussuf Poulsen skoruðu sitt markið hvor. 6-1 sigur Leipzig því staðreynd. Þá vann Wolfsburg öruggan sigur á Hertha Berlin og Hoffenheim og Stuttgart skildu jöfn. Markið hjá Kimmich má sjá neðst í fréttinni. Bayern 1 - 1 Koln 0-1 Ellyes Skhiri ('4 ) 1-1 Joshua Kimmich ('90 ) Hoffenheim 2 - 2 Stuttgart 1-0 Andrej Kramaric ('11 ) 1-1 Sehrou Guirassy ('45 ) 1-2 Wataru Endo ('77 ) 2-2 Andrej Kramaric ('90 ) Rautt spjald: Naouirou Ahamada, Stuttgart ('78) Hertha 0 - 5 Wolfsburg 0-1 Mattias Svanberg ('4 ) 0-2 Maximilian Arnold ('31 , víti) 0-3 Jonas Wind ('34 ) 0-4 Ridle Baku ('72 ) 0-5 Omar Marmoush ('86 ) Schalke 04 1 - 6 RB Leipzig 0-1 Andre Silva ('7 ) 0-2 Benjamin Henrichs ('15 ) 0-3 Andre Silva ('44 ) 0-4 Timo Werner ('45 ) 1-4 Soichiro Kozuki ('56 ) 1-5 Dani Olmo ('83 ) 1-6 Yussuf Poulsen ('89 )
|