mið 25.jan 2023
[email protected]
Gordon snýr aftur til æfinga á morgun
 |
Anthony Gordon |
Anthony Gordon, leikmaður Everton, mun snúa aftur til æfinga á morgun eftir að hafa skrópað síðustu daga.
Newcastle United hefur mikinn áhuga á að fá Gordon í þessum glugga og er talið að félagið sé í viðræðum við Everton um kaupverð þessa stundina.
Gordon gæti verið falur fyrir 40 milljónir punda en hann hefur reynt að ýta félagaskiptunum í gegn með því að skrópa á æfingar síðustu tvo daga.
Hann mun hins vegar snúa aftur til æfinga á morgun en þetta kemur fram á Sky Sports.
Gordon er ekki eini leikmaðurinn sem Everton gæti misst í glugganum en miðjumaðurinn Amadou Onana hefur verið orðaður við Arsenal og Chelsea síðustu daga.
|