fim 26.jan 2023
Chelsea reynir áfram að kaupa Caicedo
Chelsea heldur áfram að reyna kaupa Moises Caicedo, miðjumann Brighton. Fimm dagar eru í það að félagaskiptaglugginn loki.

Einn heimildamaður Sky Sports News segir ólíklegt að eitthvað verði af skiptunum þar sem Brighton vill fá talsvert meira fyrir Ekvadorann en það sem Chelsea er tilbúið að borga.

Brighton vill ekki selja leikmannin í glugganum og sagði stjórinn Robert De Zerbi í síðusut viku að það væri best fyrir Caicedo að klára tímabilið og skipta svo um félag ef það væri hans ósk. Graham Potter, stjóri Chelsea, er fyrrum stjóri Brighton og þekkir vel til Caicedo.

Caicedo, sem er 21 árs, á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Brighton og er ólíklegt að hann skrifi undir nýjan. Brighton er því líklega að leita að arftaka hans nú þegar.

Brighton hefur sýnt Amadou Haidara hjá RB Leipzig áhuga en hann er ekki á förum í janúar.