fim 26.jan 2023
Orri Sigurjónsson í Fram (Staðfest)
Orri Sigurjónsson er genginn í raðir Fram, frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið og kemur frá Þór þar sem hann hafði leikið allan sinn feril til þessa.

„Orri er 28 ára gamall og hefur ýmist spilað sem djúpur miðjumaður eða í hjarta varnarinnar á sínum ferli. Við bjóðum Orra hjartanlega velkominn í bláu treyjuna og reiknum við með að hann smelli vel í hópinn," segir í tilkynningu Fram.

„Nonni og félagar eru Orra vel kunnugir enda hefur hann iðulega æft með okkur yfir vetrarmánuðina. Hann er búsettur erlendis eins og er og mun koma til liðs við strákana í æfingaferðinni í mars mánuði. Við reiknum því með að hann verður klár í slaginn þegar mótið hefst og er góð viðbót í hópinn," sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram þegar Orri var kynntur.

Orri er þriðji leikmaðurinn sem Fram fær í sínar raðir frá því síðasta tímabili lauk. Fyrr í dag greindi félagið frá því að Orri Gunnarsson hefði lagt skóna á hilluna. Í dag er það því einn Orri inn og einn Orri út hjá Fram.

Komnir
Adam Örn Arnarson frá Breiðabliki (var á láni hjá Leikni)
Aron Jóhannsson frá Grindavík
Orri Sigurjónsson frá Þór

Farnir
Alex Freyr Elísson í Breiðablik
Almarr Ormarsson hættur
Indriði Áki Þorláksson í ÍA
Orri Gunnarsson hættur