fim 26.jan 2023
Kjarnafæðismótið: Samherjar vinna B-deild
Mynd: Aðsend

Hamrarnir 2 - 2 Samherjar
1-0 Einar Ingvarsson ('17)
2-0 Baldur Ásgeirsson ('37)
2-1 Fannar Hafsteinsson ('39)
2-2 Fannar Hafsteinsson ('56)
Rautt spjald: Einar Ingvarsson, Hamrarnir ('80)Samherjar voru búnir að tryggja sér toppsæti B-deildar Kjarnafæðismótsins fyrir lokaumferðina.

Þeir mættu Hömrunum í lokaumferðinni í gærkvöldi og lentu tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Einar Ingvarsson og Baldur Ásgeirsson komu Hömrunum í forystu en Fannar Hafsteinsson minnkaði muninn fyrir leikhlé.

Fannar var aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar hann jafnaði fyrir Samherja og á lokakaflanum fékk Einar, sem skoraði fyrsta mark leiksins, svo að líta rauða spjaldið.

Samherjar enda með átta stig eftir tvö jafntefli gegn Hömrunum og tvo sigra gegn KA 3. 

Hamrarnir eiga eftir að spila seinni leikinn við KA 3 eftir stórt tap í fyrri umferðinni, og eru því aðeins með tvö stig.