fim 26.jan 2023
Luton fær Drameh frá Leeds (Staðfest)

Luton Town er búið að krækja í bakvörðinn efnilega Cody Drameh á lánssamningi út tímabilið.Drameh fyllir í skarðið sem James Bree skilur eftir sig eftir að Southampton staðfesti kaup á varnarmanninum fyrr í dag.

Luton er í harðri baráttu um umspilssæti í efstu deild og verður áhugavert að sjá hvernig Drameh tekst að fóta sig þar.

Drameh er 21 árs unglingalandsliðsmaður Englands með 8 keppnisleiki að baki fyrir Leeds United. Hann er meðal annars eftirsóttur af Borussia Dortmund en er samningsbundinn Leeds þar til í júní 2024.