fös 27.jan 2023
Arsenal gerir stórt tilboð í Caicedo
Moises Caicedo.
Arsenal hefur lagt fram tilboð í Moises Caicedo, miðjumann Brighton, og vonast félagið til að landa honum áður en janúarglugginn lokar.

Þetta hefur ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano eftir áreiðanlegum heimildum.

Romano segir að Arsenal sé búið að leggja fram 60 milljón punda tilboð í leikmanninn. Það má treysta því að það sé satt þar sem Romano er vanur að vera með heimildir sínar réttar.

Fréttamaðurinn segir jafnframt að Chelsea hafi spurst fyrir um það fyrr í mánuðinum hvort leikmaðurinn hafi verið falur fyrir 55 milljónir punda en því var neitað.

Arsenal er núna að vonast til að landa leikmanninum sem hefur verið mjög öflugur með Brighton á tímabilinu. Caicedo er 21 árs gamall en hann gekk í raðir Brighton frá Independiente del Valle í Ekvador árið 2021.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.