fös 27.jan 2023
[email protected]
Fyrirliðinn framlengir í Keflavík
Keflavík greindi frá því í morgun að Kristrún Ýr Holm væri búin að framlengja samning sinn viðfélagið.
Hún er fyrirliði liðsins og hefur allan sinn feril spilað í Keflavík.
„Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að ein af lykilkonum í Keflavík hefur framlengt samningi sínum. Hún á að baki 197 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 10 mörk. Við erum svo sannarlega stolt af því að njóta krafta og leiðtogahæfileika hennar áfram hjá okkur," segir í tilkynningu Keflavíkur.
Kristrún er fædd árið 1995 og spilar sem miðvörður. Á síðasta tímabili lék hún í sautján af átján leikjum liðsins og skoraði eitt mark í Bestu deildinni þegar liðið hélt sér uppi þvert á allar spár.
|