lau 28.jan 2023
Alarcon með 400 milljón evra riftunarákvæði

Spænski táningurinn Angel Alarcon var að framlengja samning sinn við Barcelona um eitt ár, eða til 2025.Alarcon er aðeins 18 ára gamall og þykir afar mikið efni á Spáni. Hann er fjölhæfur framherji, vinstri kantur að upplagi og með 6 mörk í 14 leikjum fyrir yngri landslið Spánar.

Hann hefur bæði komið við sögu með A- og B-liðum Barcelona en þó afar lítið. Hann er leikmaður U19 liðsins sem stendur.

Það þykir þó ljóst að Börsungar vilja alls ekki missa táninginn frá sér. Þeir vilja halda uppöldum leikmönnum sem lengst innan félagsins og hafa því sett 400 milljón evra riftunarákvæði í samninginn hjá Alarcon.