fös 27.jan 2023
[email protected]
Gordon virðist á leið til Newcastle - Borga 45 milljónir
 |
Á að baki níu leiki fyrir U21 landslið Englands. |
Rétt í þessu greindi Sky Sports frá því að Newcastle United væri nálægt því að ná samkomulagi við Everton um kaup á Anthony Gordon.
Gordon mætti ekki á æfingar í vikunni hjá Everton. Hann mætti hins vegar á æfingu í dag.
Ef allt er tekið í reikninginn er talað um að alls muni Newcastle greiða Everton í 45 milljónir punda fyrir kantmanninn.
Félagaskiptaglugginn lokar á þriðjudagskvöld. Gordon verður 22 ára í næsta mánuði. Chelsea hefur einnig sýnt honum áhuga en flest bendir til þess að hann fari til Newcastle.
|